Styrkja Félagið
Þú getur hjálpað okkur að halda áfram að halda verkefni okkar í gangi.
Helstu verkefni sem félagið kemur að er fræðslutengt efni, minningarkassar, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og minningarstund sem haldin er 15. október ár hvert. Einnig eru starfræktir þrír stuðningshópar sem við hvetjum félagsmenn til þess að ganga í. Fátt hjálpar eins mikið og að tala við foreldra sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu.
Frjáls framlög
Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu minningarkassa til þess að taka með sér heim.
Hver minningarkassi kostar um 25.000 krónur og ef þú vilt styrkja félagið með því að kaupa minningarkassa eða gefa ákveðna upphæð uppí minningarkassa ert þú að gefa einni fjölskyldu tækifæri til að skapa minningar um barnið sitt.
Gleym mér ei styrktarfélag:
Kennitala: 501013-1290
Reikningsnúmer: 111-26-501013
Minningarkort
Nú er hægt að senda foreldrum og aðstendum fallegt minningarkort til styrktar Gleym-mér-ei.
Til þess að panta minningarkort er best að senda okkur tölvupóst á netfangið okkar gme@gme.is
Í tölvupóstinum þarf að koma fram hvaða texti á að vera ritaður í kortið, hvert skal senda kortið og frá hverjum kortið er. Við munum sjá um að prenta og senda kortið. Við biðjum um að lagt sé inn á reikning GME lágmarksupphæð 4000 kr.


Minningarkassi
Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu minningarkassa til þess að taka með sér heim.
Að missa barnið sitt á meðgöngu eða í/eftir fæðingu er eitt það erfiðasta sem foreldrar þurfa að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Tilhlökkunin og væntingarnar um það líf sem er í vændum eru brotnar. Sá tími sem fjölskyldan fær með barninu eftir fæðingu er dýrmætur og mikilvægt að skapa eins margar minningar og hægt er. Þessar minningar er hægt að varðveita um ókomin ár til minningar um það litla líf sem aldrei varð.
Til þess að panta minningarkassa er best að senda okkur tölvupóst á netfangið okkar gme@gme.is
Hver minningarkassi kostar um 25.000 krónur. Ef þú vilt styrkja félagið með því að kaupa minningarkassa eða gefa ákveðna upphæð uppí minningarkassa ert þú að gefa einni fjölskyldu tækifæri til að skapa minningar um barnið sitt.

Bréfið sem fylgir með hverjum kassa

Aurum skartgripir
Gleym-mér-ei skartgripalínan er hönnuð í samstarfi við Gleym-mér-ei styrktarsjóð sem hefur það að markmiði að styðja við foreldra sem misst hafa börn á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu.
Í skartgripalínunni endurspeglast ekki aðeins táknræn merking blómsins um að varðveita og hlúa að minningunni heldur eru form þess, sem sýna bæði styrkleika og dulúð, undirstrikuð. Blöðin eru formfögur og mynda sterkan hjúp utan um bláan kristalsteininn sem líta má á sem fyrirheit um líf sem aldrei varð um leið og hann undirstrikar mikilvægi þess að muna það sem raunverulega var og það sem hefði getað orðið.
Gleym-mér-ei er skartgripur hannaður í minningu allra þeirra barna sem eiga sér lífi í hjarta ástvina sinna.
Aurum – Gleym-mér-ei skartgripalínan (Forget me not collections)
Eitt af því sem við hjá Gleymmérei viljum gera, er að stuðla að því að geta haldið minningu litlu englanna okkar á lofti og finna leiðir til að hafa þau part af daglegu lífi.
Hálsmenin eru í sölu hjá Aurum í bæði gylltu og silfur.
Hægt er að hafa samband við Aurum í síma (551-2770) fyrir frekari upplýsingar eða pantanir.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er mikilvægur þáttur í fjáröflun okkar ár hvert og umræðan skiptir líka gríðarlegu máli. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Umræðan sem fer í gang ár hvert er gríðarlega mikilvæg og allur fjárhagslegur stuðningur er innilega vel þeginn.
Í ár ætlum við að safna fyrir minningarkössum og endurútgáfu á bækling sem afhendur er foreldrum sem missa á meðgöngu.
Í Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka undanfarin ár hafa fjölmargir hlaupið fyrir okkur og erum við hlaupurum og þeim sem styrktu þau mjög þakklát. Maraþonið er lang-mikilvægasta fjáröflunin í okkar starfi.



Gleym mér ei gefur hlaupurunum sínum bol sem hannaður var af 𝐁𝐞𝐫𝐠𝐫𝐮́𝐧𝐮 𝐈́𝐫𝐢𝐬𝐢 𝐒æ𝐯𝐚𝐫𝐬𝐝𝐨́𝐭𝐭𝐮𝐫 í fyrra. Flest kjósa að merkja bolinn sínu barni og kostar það 2000 krónur.
Einnig geta þau sem ekki hlaupa keypt bolinn með eða án sérmerkingar (3500kr/2500kr). Bolurinn er unisex snið og úr léttu gerviefni. Allar barna (86-158cm) og fullorðinsstærðir í boði.
Tekið verður við pöntunum í gegnum netfangið 𝐛𝐨𝐥𝐢𝐫@𝐠𝐦𝐞.𝐢𝐬
𝐌𝐲𝐧𝐝𝐢𝐫: 𝐒𝐢𝐥𝐣𝐚 𝐑𝐮𝐭 𝐓𝐡𝐨𝐫𝐥𝐚𝐜𝐢𝐮𝐬


