Sorgarmiðstöð

Markmiðið Sorgarmiðstöð er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra.
Vefsíðu SM

Um Sorgarmiðstöð

2019 er ár stofnun sorgarmiðstöðvar sem er samvinnuverkefni grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Þau eru: Ný dögun, Birta landssamtök, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Markmiðið er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Sorgarmiðstöð er góðgerðafélag sem byggir tilvist sína og starfsemi á styrkjum. Sorgarmiðstöð er öllum opin, syrgjendum sem fagfólki. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu: https://sorgarmidstod.is/

Stuðningshópastarf

Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar. Við sjáum fyrir okkur nýtt líf og horfum fram á veginn. Við undirbúum okkur fyrir foreldrahlutverkið og leyfum okkur að hlakka til.

Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr í móðurkviði deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar og eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.

Ákveðin þjónusta er boði fyrir foreldra og einstaklinga sem missa barn á meðgöngu.

Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðingshópastarf greiði staðfestingargjald að upphæð 3.000 kr.   Staðfestingagjald er endurgoldið í formi bóka í lok hópastarfs. Staðfestingagjaldið á að greiða eftir að hópstjórar hafa haft samband. 

12 vikur eða styttra

Sorgarmiðstöð býður upp á fræðsluerindi og opið hús fyrir foreldra/einstaklinga.

12-21 vikur

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópastarf fyrir foreldra og einstaklinga.

Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi. Hægt er að skrá sig í stuðningshóp hvenær sem er og er farið af stað með hóp þegar hann er orðinn full skipaður. Það kostar ekkert að koma í stuðningshópastarf en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku. Ef báðir foreldrar ætla að mæta verða þeir báðir að skrá sig HÉR

22 vikur eða lengra

 Landspítalinn býður foreldrum/einstaklingum upp á stuðningshópastarf. Nánari upplýsingar og skráning á bjarneyh@landspitali.is