Sorgarmiðstöð
Um Sorgarmiðstöð
Stuðningshópastarf
Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar. Við sjáum fyrir okkur nýtt líf og horfum fram á veginn. Við undirbúum okkur fyrir foreldrahlutverkið og leyfum okkur að hlakka til.
Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr í móðurkviði deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar og eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.
Ákveðin þjónusta er boði fyrir foreldra og einstaklinga sem missa barn á meðgöngu.
Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðingshópastarf greiði staðfestingargjald að upphæð 3.000 kr. Staðfestingagjald er endurgoldið í formi bóka í lok hópastarfs. Staðfestingagjaldið á að greiða eftir að hópstjórar hafa haft samband.
12 vikur eða styttra
Sorgarmiðstöð býður upp á fræðsluerindi og opið hús fyrir foreldra/einstaklinga.12-21 vikur
Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópastarf fyrir foreldra og einstaklinga.
Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi. Hægt er að skrá sig í stuðningshóp hvenær sem er og er farið af stað með hóp þegar hann er orðinn full skipaður. Það kostar ekkert að koma í stuðningshópastarf en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku. Ef báðir foreldrar ætla að mæta verða þeir báðir að skrá sig HÉR